Sports Direct árleg ráðstefna
Á hverju ári koma saman stjórnendur og starfsfólk hvaðanæva að úr fyrirtækinu í St James Park í Newcastle á árlegri ráðstefnu. Þetta er dagur þar sem við verðlaunum það erfiði sem verslunarstjórar og starfsfólk í höfuðstöðvum hefur lagt í fyrirtækið.
Dagurinn er fullur af ýmsu skemmtilegu til að gera; eins og fótboltamótum, aparólu yfir fótboltavöll, umræðuhópum og kynningum á vörumerkjum; þarna er einnig tækifæri til að læra meira um í hvaða átt Sports Direct er að stefna á komandi ári. Þetta er skemmtilegur dagur sem fólk hlakkar til að mæta á.
Í lok dags er boðið upp á kvöldverð og verðlaunaafhendingu þar sem þeir sem hafa staðið sig best fá verðlaun á borð við ferð í Disneyland, íþróttafrí til Evrópu og miða á Premier League fótboltaleiki. Þessu fylgir svo tími til að slaka á og kynnast nýju fólki fram á rauða nótt.