Svona er þetta

Skoða laus störf hjá SportsDirect.com

Finndu þinn fullkomna ferill

Ef þú ert að leita að starfi innan Sports Direct, þá erum við með fjölmargar lausar stöður í okkar 670 verslunum. Ef starfið hentar þér ekki, þá erum við með ýmis störf í höfuðstöðvunum.

Það getur verið gefandi að starfa í verslunum okkar þar sem starfsumhverfið er opið og lifandi. Starf í verslun getur verið ábasamt og boðið um á margs konar starfsþróun. ÞÚ hefur áhrif á í hvaða átt þú stefnir. ÞÚ skapar þína framtíð.

Það sama á við um starf í höfuðstöðvum okkar. Hjá fyrirtæki sem er í örum vexti eins og Sports Direct, skiptir máli að vera með liðsanda sem allir vinna að í sameiningu. Við erum með fjölmargar deildir svo þú ættir að geta fundið starf sem hentar þér og beinir þér í þær áttir sem þú vilt fara.

Það skiptir ekki máli hvar þú byrjar innan Sports Direct, með eljusemi og áhuga getur þú skapað þína eigin leið að farsælum ferli innan stærsta smásöluaðila Bretlands.

Leita að starfi

Sports Direct árleg ráðstefna

Á hverju ári koma saman stjórnendur og starfsfólk hvaðanæva að úr fyrirtækinu í St James Park í Newcastle á árlegri ráðstefnu. Þetta er dagur þar sem við verðlaunum það erfiði sem verslunarstjórar og starfsfólk í höfuðstöðvum hefur lagt í fyrirtækið.

Dagurinn er fullur af ýmsu skemmtilegu til að gera; eins og fótboltamótum, aparólu yfir fótboltavöll, umræðuhópum og kynningum á vörumerkjum; þarna er einnig tækifæri til að læra meira um í hvaða átt Sports Direct er að stefna á komandi ári. Þetta er skemmtilegur dagur sem fólk hlakkar til að mæta á.

Í lok dags er boðið upp á kvöldverð og verðlaunaafhendingu þar sem þeir sem hafa staðið sig best fá verðlaun á borð við ferð í Disneyland, íþróttafrí til Evrópu og miða á Premier League fótboltaleiki. Þessu fylgir svo tími til að slaka á og kynnast nýju fólki fram á rauða nótt.

Einstök ferð til Verbier

Þeir sem standa sig best

Einstök staðsetning

Skemmtun

Lúxusskáli

Ókeypis ferð

EINSTAKT TÆKIFÆRI

Sports Direct veitir duglegu fólki ýmis konar verðlaun; á borð við miða á íþrótta- og tónlistarviðburði; því við metum það erfiði sem þeir leggja í fyrirtækið til að hjálpa því að vaxa.

Á meðal verðlaunanna má nefna einstaka ferð í skíðaskálann okkar í Verbier í Sviss. Þetta er 5 daga ferð sem greidd er að fullu fyrir þá sem standa sig best. Flug og gisting eru innifalin auk þess sem 5 daga fríið verður ekki tekið af orlofinu þínu.

Skálinn er búinn innanhússundlaug, nuddpotti og líkamsræktarstöð. Maður hefur aðgang að einkakokki meðan á dvölinni stendur. Öll ferðin er greidd af fyrirtækinu ásamt einkaskíðakennslu frá vottuðum skíðakennara. Fyrirtækið sér einnig um að leigja skíði og passa fyrir þig. Það er ýmislegt annað í boði á sumrin eins og fjallahjólaferðir, go-kart á ís og fleira. Ferðin til Verbier er virkilega einstök.