Verslunarstjóri

Skoða laus störf hjá SportsDirect.com

Starfslýsing

Sem verslunarstjóri berð þú ábyrgð á rekstri og velgengni þinnar verslunar. Þú munt drífa teymið þitt áfram ásamt stjórendateyminu og sjá til þess að verslunin sé sú besta sem þú getur orðið. Þú vinnur ásamt teyminu þínu, þjálfar þau og hjálpar þeim að þroskast og ná árangri með því að vera fyrirmynd.

Fyrstu tvær vikurnar með okkur verður þú í þjálfun hjá teyminu okkar í Shirebrook þar sem þú öðlast þá þekkingu og þau tól sem þú þarft til að standa þig vel í starfi verslunarstjóra. Það eru fjölmörg tækifæri fyrir verslunarstjóra sem standa sig vel, allt frá stöðuhækkunum upp í stærri verslanir eða jafnvel að gerast svæðisstjóri.

Dhiren Patel - Verslunarstjóri

Ég hóf störf hjá Sports Direct árið 2008 sem verslunarstjóri í White City, Westfield. Frá fyrsta degi fann ég að þetta var rétta starfið fyrir mig. Mér líkar viðskiptalega nálgunin og Sports Direct metur framleg mitt. Það eru frábær tækifæri til vaxtar innan fyrirtækisins og eftir 6 mánuði hjá fyrirtækinu fékk ég tækifæri til að sýna hvað í mér býr sem yfirmaður Oxford Street deildarinnar. Viðmótið í garð starfsmanna og tækifæri til starfsþróunar eru einstök innan Sports Direct. Árið 2010 fór ég frá Oxford Street versluninni ti lað setja upp nýja verslun í Camden og frammistaða mín þar var metin til stöðuhækkunar og var mér boðin staða svæðisstjóra.

Á starfstímanum hef ég fengið þakklætisvott á borð við miða á fótboltaleiki [ekki neina venjulega miða - heldur miða með þjónustu] og einstaka ferð til Verbier í Sviss og það er auðvitað frábært. Svona reynslu sér að maður fræga fólkið í sjónvarpinu og tímaritunum fær að upplifa.

Árið 2014 fékk ég tækifæri til að reka stærstu verslunina á Oxford Street. Þessi risastóra verslun var ólík öllu öðru í bransanum - 55,000 sq.ft bygging - og þetta var áskorun sem mig hafði lengi langað að takast á við og sigra.

Viðurkenningarnar, verðlaunin og bónusarnir sem ég hef fengið og er enn að fá fara fram úr öllu sem ég hef séð annars staðar í smásölubransanum! Það er enginn annar smásali sem ég gæti borið jafnmikla ástríðu fyrir að vinna fyrir eins og ég hef í garð Sports Direct. Tækifæri sem breyta lífi þínu eru í boði fyrir alla þá sem vilja læra, leggja sig fram og standa sig vel.

Um þig

Sem verslunarstjóri hjá Sports Direct býrð þú yfir metnaði, veitir teymi þínu innblástur og hræðist ekki að skíta hendur þínar út. Þú þarft að hvetja teymið þitt og ýta því áfram í átt að markmiðum verslunarinnar og jafnvel fara fram úr væntingum. Reynsla af þátttöku í hröðu umhverfi er kostur.

Umsóknarferlið

Þú þarft að fylla út upplýsingarnar á netinu og láta okkur fá tengiliðaupplýsingar þínar og starfsferil og þú þarft líka að senda okkur ferilskrána þína.

Ef þú verður fyrir valinu verður haft samband við þig til að koma í óformlegt samtal og síðan í viðtal með ráðningarstjóra, ef það gengur vel verður þér boðið í persónulegt viðtal við einn af verslunarstjórum okkar.

Að vinna sem verslunarstjóri

Sem verslunarstjóri berð þú ábyrgð á rekstri verslunarinnar með því að stjórna og hvetja teymið í versluninni. Mikilvægt er að hvetja teymið áfram og vera drifkraftur í átt að markmiðum og væntingum.

Sæktu um hér Í boði fyrir þig Fjárfesting okkar