Skódeildarstjóri

Skoða laus störf hjá SportsDirect.com

Starfslýsing

Staða sem skódeildarstjóri greiðir þér leið að yfirmannastöðu hjá Sports Direct. Þú berð ábyrgð á að hjálpa yfirmanni skódeildar og verslunarstjóranum í skódeildinni, leiða og hvetja sölufulltrúa svo þeir geti veitt góða þjónustu til viðskiptavina og skilað árangri.

Umsjónarmaður skódeildar Sports Direct má búast við að fá frábæra þjálfun frá fyrsta degi, þú myndir fyrst byrja á tveggja vikna kynningu í versluninni. Við erum með fjölmörg námskeið í höfuðstöðvum okkar á borð við fræðslu um skófatnaðr og fyrir þá umsjónarmenn sem standa sig vel erum við með 'heimaræktar' námskeiðið sem getur hjálpað þér að þróast og vaxa í átt að þeim umsjónarmanni sem þú vilt verða. Náttúruleg þróun umsjónarmanns skódeilda er að takast á við hlutverk í stærri verslunum og skódeildum eða tækifæri til að verða yfirmaður skódeildar.

Seb Freebody - umsjónarmaður skódeildar

Ég hef unnið fyrir fyrirtækið í rúm fimm ár núna, og á þessum fimm árum hef ég starfaði í þremur verslunum og verið hækkaður í tign frá því að vera í almennri afgreiðslu upp í umsjónarmaður í skódeild.

Ég byrjaði í Kingston þar sem ég vann í hlutastarfi á meðan ég var í háskóla, þar sáu stjórnendur áhuga minn og vilja til að læra en á þeim tíma ætlaði ég mér aldrei að öðlast frama innan fyrirtækisins, ég þurfti bara á peningunum að halda til að greiða námslánin. Þeir sáu í mér möguleika og hjálpuðu mér að sjá það í sjálfum mér og bæta hæfileika mína.

Þegar ég kláraði háskólann (vegna þess hve kraftmikið og ástríðufullt stjórnendateymið var) ákvað ég að halda áfram innan fyrirtækisins. Þegar ég hafði tilkynnt stjórnendum það tók deildarstjóri skódeildarinnar mig strax undir sinn verndarvæng og hann eyddi miklum tíma með mér og kenndi mér að leiða aðra og hvetja þá til þess að ná fram því besta í sjálfum sér. Það varð mér mikill innblástur.

Ég var oft sendur í aðrar verslanir til að aðstoða eða til að setja upp nýja verslun frá grunni. Það var erfitt og krefjandi en hjálpaði mér að finnast ég hluti af heildinni og einhverju stærra heldur en bara minni verslun.

Það að vinna hjá sports direct er frábær reynsla og ég hef virkilega þroskast sem einstaklingur og sem stjórnandi og ég vonast til að ná enn lengra innan fyrirtækisins á komandi árum. Ég mæli með því við hvern sem er hvort sem þú vilt byggja upp frama eða vinna í hlutastarfi, því núll-klukkustunda samningurinn gaf mér frían tíma þegar ég þurfti á því að halda til að fara í próf og annað og ég gat líka sett saman margar vaktir þegar mig vantaði peninga því það eru alltaf vinnustundir á lausu fyrir þá sem eru viljugir að vinna. Vinnan getur stundum verið erfið en það á við um hvaða starf sem er, en með 5 stjörnu bónusakerfi fyrirtækisins þá finnur þú ekki annað starf innan smásölugeirans, hvort sem er í hlutastarfi eða fullu starfi sem borgar eins vel.

Um þig

Sem umsjónarmaður skódeildar þarf maður að hafa næmt auga fyrir smáatriðum, góða skipulagshæfileika og mikla þjónustulund. Þú munt geta átt samskipti við fólk á öllum sviðum og myndað sambönd í öllum deildum verslunarinnar og einhver leiðtogareynsla væri nauðsynleg, og góðir hvatningarhæfileikar væru mikilvægir.

Umsóknarferlið

Þú þarft að fylla út upplýsingarnar á netinu og láta okkur fá tengiliðaupplýsingar þínar og starfsferil og þú þarft líka að senda okkur ferilskrána þína.

Ef þú verður fyrir valinu verður haft samband við þig til að koma í óformlegt samtal og síðan í viðtal með ráðningarstjóra, ef það gengur vel verður þér boðið í persónulegt viðtal við einn af verslunarstjórum okkar.

Að vinna sem umsjónarmaður skódeildar

Skódeildin í verslun getur séð fyrir helmingi veltu verslunarinnar, svo hún er mjög mikilvægur liður í starfsemi Sports Direct. Það er mikilvægt að fylgja öllum verkferlum og að þú vinnir að því að ná öllum markmiðum á öllum sviðum. Lykilatriði er að fá teymið þitt til að standa sig vel, með því að vera góð fyrirmynd.

Sæktu um hér Í boði fyrir þig Fjárfesting okkar

Uppgötvaðu fullkomna starfið þitt

Skoða öll störf