SPORTS DIRECT VERÐLAUN

Við verðlaunum þá sem leggja mikið á sig

Hjá okkur átt þú möguleika á að vinna þér inn allt að 5% sem einstaklingur í gegnum 5 stjörnu áætlunina, þegar þú vinnur þér inn þessa þöknun verður sama upphæð lögð í pott verslunarinnar þinnar. 'Pottur verslunarinnar' byggist svo upp með tímanum og er svo greiddur út til þeirra einstaklinga sem mest hafa lagt af mörkum í þeirri verslun. Þannig að auk þess að vinna þér inn allt að 5%, munum við jafna þá tölu og leggja hana í pott verslunarinnar.

Sumir framúrskarandi starfsmenn okkar hafa unnið sér inn aukalega £2.00 á klukkustund ofan á launin sín. Það þýðir að sumir okkar bestu starfsmanna hafa unnið sér inn aukalega £5,000 á ári í gegnum sölu með 5 stjörnu þóknun!! Í raun er ekkert þak á mögulegum aukatekjum. Því meira sem þú leggur í 5 stjörnurnar, því meira getur þú unnið þér inn!!!

Auk 5 stjörnu þóknunarinnar geta teymin okkar unnið sér inn viðkurkenningar, verðlaun og annað fyrir þá sem leggja mikið á sig. Við erum með endalaust úrval af miðum á íþróttaviðburði og tónleika og jafnvel forgangsmiða á alþjóðlega fótboltaleiki, ruðning, golf, tennis og hnefaleika svo nokkrir séu nefndir. For those who really deliver there is the chance to share your knowledge and experience with other team members on an all-expenses paid working trip to Verbier, Switzerland.

Leita að starfi

Joel Turner - Wimbledon Experience

Joel hefur verið hjá okkur í tæpt ár og hefur tekið á sig meiri ábyrgð, stutt ýmsar deildir og sýnt kjarkað viðmót og tekið fagnandi á móti öllum verkefnum sem honum hafa verið falin.

Okkur líkar að gefa dálítið aukalega sem þakklætisvott hér hjá Sports Direct, þannig að Joel og kærasta hans, Hollie, fengu miða á úrslitaleik kvenna á Wimbledon - jarðarber og cider við höndina, meðan horft var á hina einu sönnu Serenu Williams!

Þetta var ótrúlegur dagur, og enn betra að kærastan mín gat komið með... og hún vinnur ekki einu sinni hjá Sports Direct! Góð hvatning til að halda áfram að leggja hart að sér og frábært að fá viðurkenningu... ég reyni enn meíra á mig núna... og Hollie líka!

Del Joy - fótboltaupplifun

Í lok apríl, var ég valinn til að fara á undanúrslitin í deildarbikarnum með Liverpool og Aston Villa, þetta var því að þakka að yfirmaður minn mælti með mér vegna eljusemi minnar og hollustu, á leikdaginn gekk ég niður Wembley Way (andrúmsloftið eitt og sér var þess virði). Þegar ég kom á Wembley var mér vísað í Bobby Moore svítuna. Ef þú hefur ekki séð hana, þá eru hún stórkostleg. Þegar ég gekk inn var hljómsveit að spila og ég fékk kampavín við komuna. Ég fékk líka að hitta stjörnur á borð við Peter Crouch, Emilie Heskey, Phil Neale og fleiri. Það sem gerði upplifunina einstaka var þjónustan og opni barinn.

Þegar við gengum inn á völlinn vorum við kastaramegin og gátum hlustað á þulina og komist nálægt leikmönnunum þegar þeir voru að hita upp. Þegar leikurinn hófst voru sætin okkar fullkomin með frábæru útsýni. Ég hef aldrei upplifað neitt þvílíkt á ævinni og það er gott að vita að það sem ég legg ámig í vinnunni skilar ég í svona frábærum verðlaunum og ég verð jafnvel enn ákveðnari að standa mig vel til að eiga möguleika á svona verðlaunum aftur. Fyrirtækið segir okkur að teygja okkur í átt að stjörnunum, ég gerði það og komst þangað.

Neil Jones - Newcastle United Football Club Experience

Þegar þú starfar í verslunum getur þú átt möguleika á að upplifa eitthvað sem þú hélst að þú myndir aldrei upplifa og þann 1. nóvember 2014 upplifði ég slíka stund. Verslunin okkar gekk vel svo tveir starfsmenn voru valdir til að fara á leik Newcastle og Liverpool. Ég hef haldið með Liverpool allt mitt líf svo mér þótti frábært að fá miða, en þegar við komum þangað sáum við að þetta voru miðar með þjónustu og það var stórkostlegt. Okkur var vísað inn í herbergi þar sem við fengum kampavín, borðuðum þriggja rétta máltíð og máttum borða eins mikið og við vildum (í boði hússins) og svo fengum við tækifæri til að hitta og spjalla við annað fólk frá öðrum greinum Sports Direct.

Þegar við gengum út á völlinn og sáum sætin okkar varð ég orðlaus. Útsýnið og stemningin voru stórkostleg. Sem aðdáandi Liverpool var ég miður mín að við töpuðum leiknum, en hápunktur dagsins var að við fengum að hitta Kenny Dalgleish og nokkra leikmenn Liverpool, sem voru að vonum ekki ánægðir með úrslitin.

Hvaða annað fyrirtæki gerir svona vel við starfsmenn sína og gefur manni færi á að hitta átrúnaðargoðið sitt!

Okkar sérstakir Ferð til Verbier