Investing in you

Skoða laus störf hjá SportsDirect.com

Okkar fjárfesting í þér

Þjálfun Sports Direct tryggir að allt okkar starfsfólk hafi þá þekkingu og hæfni sem þarf til að sinna störfum sínum vel og hvetur hvern og einn til þroska og til þess að ná markmiðum sínum.

Starfsfólkið okkar er lykillinn að góðu gengi Sports Direct og námskeiðin í Þjálfun og þroska endurspegla hversu mikilvægir þessir einstaklingar eru.

Styrkur Sports Direct liggur í fagmennsku starfsfólksins. Þess vegna hvetjum við starfsfólkið til þess að sýna starfseminni áhuga og auka þekkingu sína og hæfni sem á við í núverandi starfi og hlutverkum í framtíðinni. Við hvetjum starfsfólkið til þess að þróa starfsframa sinn og styrkjum þau til þess með reglulegri þjálfun og þróun.

Leita að starfi

Stjórnendaþróun

Stjórnendaþjálfunin 'Heimaræktun'

Starfsfólk sem fengið hefur stöðuhækkun

Vöruþjálfun

Sports Direct þjálfunin

Nýtt starfsfólk

Starfsþróun

Kynningarþjálfun

Stjórnendaþjálfun

Þjálfun á netinu

STARFSFÓLK OKKAR ER LYKILLINN AÐ SPORTS DIRECT

Hvað þjálfun sem við bjóðum upp á

Nýtt starfsfólk

Allt nýtt starfsfólk er forgangshópur og því mikilvægt er að þau aðlagist fljótt og vel inn í Sports Direct teymið. Það er okkar stefna að stjórnendur bjóði nýtt starfsfólk velkomið á fyrsta degi. Það sem eftir er á þessum fyrsta degi mun stjórnandinn eða annar samstarfsmaður sýna nýliðanum 'Kynningu á fyrsta degi'.

Nýir stjórnendur

Nýjir stjórnendur hjá Sports Direct munu sitja stjórnendakynningu Sports Direct í þjónustumiðstöð okkar í Shirebrook. Þjálfunarmiðstöðin er búin nýjustu og bestu aðstæðum til að starfsfólkið getið blómstrað og þroskast í að verða meistarar og gripið tækifærið til að finna innblástur, verða drífandi, hvetjandi og finna þörf til að sinna starfi sínu sem best. Þjálfunarmiðstöðin er við hlið verslunar þar sem hægt er að upplifa þjálfunina í raunumhverfi. Sports Direct stjórnendaþjálfunin fer fram á staðnum og stendur yfir í 10 daga og þar fer fram blanda af þjálfun á gólfi ásamt kennslu í kennslustofu. Á meðal þess sem farið er yfir er verslun, stjórnun, afhending og uppgjör, heilsa og öryggi, vöruþjálfun og hæfni í smásöluverslun.

Þjálfun á netinu

Sports Direct hefur nýlega tekið í gagnið nýja, gagnvirka þjálfun fyrir starfsmenn til að efla stolt í garð fyrirtækisins og tryggja samræmi og heild í því hvernig nýir starfsmenn eru þjálfaðir með því að efla nýliða og blása nýjum anda í eldri teymi. Til þess að ná þessu höfum við þróað netþjálfun sem mun aðstoða við perónlulegu þjálfunina. Þjálfunin er ætluð fyrir alla nýja og núverandi starfsmenn í Bretlandi og Evrópu. Við erum líka með netþjálfun frá vörumerkjunum sem við seljum til að styðja við vöruþjálfunina.

Home Grown

Þeir starfsmenn sem vilja þróa möguleika sína og verða stjórnendur eru lykilatriði innan Sports Direct. Við vitum að þróun og þroski eru nauðsynlegur hluti af velgengni. Þess vegna er mikilvægt að meta, bera kennsl á, þjálfa og þroska þá sem sýna löngun og möguleika á því að verða góðir stjórnendur. Árlega er tekið við nýjum inn í 'Heimaræktunar' stjórnendaþjálfunina og þegar henni er lokið eru starfsmenn hvattir til þess að sækja um þær stjórnendastöður í verslunum sem eru lausar.