HR

Skoða laus störf hjá SportsDirect.com

Starfslýsing

Við erum með frábæra mannauðsdeild sem ber ábyrgð á umsjón og utanumhaldi 30,000 starfsmanna í Bretlandi og Evrópu. Það er okkar mikilvægasta hluverk að hugsa vel um þau. Innan mannauðsdeildarinnar eru deildir sem sjá um heilsu og öryggi og launamál. Hér eru því tækifæri fyrir alla.

Marlena Pawlik - Mannauðsdeild

Ferðalag mitt með Sports Direct hófst þegar ég flutti hingað frá Norður-Írlandi. Ég starfaði fyrst í vöruhúsi og innan skamms bauðst mér frábært tækifæri þegar yfirmaður minn, Sharon Goodman, mælti með mér í mannauðsdeildina þar sem ég átti upphaflega bara að aðstoða við þýðingar.

Ég tók við stöðu mannauðsstjóra hjá Sports Direct þann 14. febrúar 2011 (hversu rómantískt er það!!!) og ég var upphaflega viss um að ég myndi ekki ráða við starfið... ég hafði alveg rangt fyrir mér :-). Í gegnum árin var ég hækkuð í tign og var gerð að mannauðsráðgjafa og nú get ég ekki ímyndað mér að sinna neinu öðru starfi en því sem ég sinni núna.

Í áranna rás hef ég skorað á sjálfa mig í öllum þeim störfum sem ég hef sinnt og núna sé ég um vöruhúsið, flutning og launaskrá pólsku verslananna og ýmis önnur mannauðsmál. Ég hef fengið frábær tækifæri til að vinna með einstöku fólki sem hefur hjálpað mér að þroskast persónulega og hitta frábært fólk. Frá því í maí 2013 hefur mér verið kastað út í djúpu laugina þegar ég var beðin um að halda utan um verslanir okkar í Póllandi, það var mjög stressandi í upphafi en hefur gengið ótrúlega vel svo ég er stolt af því að hafa verið hluti af teyminu og lít á þetta sem mitt stærsta afrek hingað til og ég vona að þetta sé bara byrjunin á ferli mínum innan SD.

Um þig

Þú þarft að búa yfir viðeigandi menntun og reynslu og þetta er auðvitað mikilvægt. Hjá Sports Direct leggjum við líka áherslu á persónuleika starfsfólks okkar.

Við viljum fólk sem er annt um vörumerkið og getur nýtt hæfileika sýna til að aðstoða, hvetja og styðja við Sports Direct fjölskylduna.

Umsóknarferlið

Þú þarft að fylla út upplýsingarnar á netinu og láta okkur fá tengiliðaupplýsingar þínar og starfsferil og þú þarft líka að senda okkur ferilskrána þína.

Ef þú verður fyrir valinu munum við boða þig í viðtalsferli sem fer eftir því um hvaða starf þú sóttir.

Starf innan mannauðsdeildar

Okkur er annt um fólkið okkar svo við treystum á að þú hjálpir okkur að koma þeim skilaboðum áleiðis innan Sports Direct. Viðkomandi þarf að vera sveigjanlegur og geta tekist á við ýmsar aðstæður sem geta komið upp innan verslunar og í höfuðstöðvunum. Flest störf innan mannauðsdeildar eru staðsett í höfuðstöðvum okkar í Shirebrook.

Sæktu um hér Í boði fyrir þig Fjárfesting okkar

Uppgötvaðu fullkomna starfið þitt

Skoða öll störf