Yfirmaður skófatnaðar

Skoða laus störf hjá SportsDirect.com

Starfslýsing

Yfirmaður skófatnaðar er mikilvæg staða innan yfirmannateymisins í versluninni, þú vinnur undir verslunarstjóranum og berð ábyrgð á sérhæfðri deild sem veitir nær helminginn af sölu verslunarinnar. Vöruþekking er lykilatriði hér og þú verður að tryggja að þú og teymið þitt noti þessa þekkingu til að veita fyrsta flokks þjónustu til viðskiptavina.

Fyrstu tvær vikurnar með okkur verður þú í þjálfun hjá teyminu okkar í Shirebrook þar sem þú öðlast þá þekkingu og þau tól sem þú þarft til að standa þig vel í starfi yfirmanns skódeildar. Þú færð líka aðgang að kennsluefni fyrir skódeild. Það eru mikil tækifæri til starfsþróunar fyrir duglega yfirmenn skódeildar, allt frá því að komast að í stærri verslun eða stýra þinni eigin verslun.

Mitchell Coyston - Yfirmaður skódeildar

Ég hóf störf hjá fyrirtækinu í júní 2011 við afgreiðslu í Leicester Town Centre versluninni þar sem ég komst á bragðið í smásölugeiranum. Ég hafði strax gaman af starfinu og fylltist þörf til að vera bestur og vinna eins margar stundir og mögulegt var.

Í febrúar árið 2012 fékk ég fulla stöðu og það jók bara á löngun mína ti að ná lengra innan fyrirtækisins og smásölugeirans. Yfirmaður skódeildar og aðrir stjórnendur hjálpuðu mér að þroskast og í júní á því ári var ég gerður að deildarstjóra skódeildar.

Ég fékk mikla handleiðslu frá svæðisstjóranum, verslunarstjóranum og heimaræktarþjálfuninni svo ég var að lokum hækkaður í tign í þá stöðu sem ég sinni núna sem deildarstjóri skódeildar í júní 2014, en skyldur mínar eru meðal annars þær að ég rek mína eigin deild og hóp 30+ starfsmanna hennar. Ég fylgi leiðbeiningum fyrirtækisins, næ sölumarkmiðum og stefni að sjálfsögðu að því að reka bestu skódeildina í bransanum.

Fyrirtækið hefur líka gefið mér ótrúleg tækifæri þar sem ég hjálpaði til í verslunum í Ungverjalandi og Austurríki í eitt ár þar sem ég þjálfaði starfsfólk og gerði reksturinn betri. Ein af þessum verslunum er verslunin í Búdapest Arena sem er ein stærsta verslunin í Evrópu þar sem ég studdi við teymið í skódeildinni í 2 vikur.

Fyrirtækið býður starfsfólki upp á mikla þjálfun og handleiðslu í átt að starfsþróun og þessu komst ég að sjálfur þegar ég fékk að sækja námskeið í höfuðstöðvunum í Shirebrook. Þjálfunin þar gerði mig að betri stjórnanda og sjálfsöruggari manneskju og ég reyni að nýta þá handleiðslu sem ég hef fengið til að ná fram því besta í mínu teymi.

Fyrirtækið hefur breyst mikið frá því ég byrjaði að vinna þar og það er orðið mjög þjónustudrifið og miðar að því að verðlauna starfsfólk sitt sem best og um leið horfa ávalt fram á veginn og reyna að verða sífellt betri.

Það eru mörg verðlaunakerfi í gangi í fyrirtækinu og fyrir alla starfsmenn, fyrirtækið gefur starfsfólki mikið tilbaka í gegnum þóknanir og bónusa. Ég hef náð að kaupa mér eigin bíl fyrir bónusana sem ég hef fengið og samstarfsfólk mitt hefur líka grætt mikið og má nefna að einn samstarfsmaður fór í þrjú ferðalög til Egyptalands og Dubai sem hann greiddi fyrir að fullu með þóknunum sem hann fékk það ár. Ég myndi hvetja alla sem hafa metnað til þess að prófa að vinna fyrir fyrirtækið því verðlaunin og andrúmsloftið eru klárlega þau bestu í bransanum.

Um þig

Sem stjórnandi í skódeild Sports Direct þarf maður að hafa auga fyrir smáatriðum, skipulagshæfni og mikla þjónustulund. Maður ber ábyrgð á fjölmörgum vörum í versluninni sem geymdar eru á lager Sports Direct. Þú verður að vera viss um að þú hafir gott auga fyrir smáatriðum og að þú getir metið hvort lager og standar í verslunum séu réttir og vörur kynntar á réttan hátt. Teymisstjórnun er líka mikilvæg því þú þarft að tryggja að þitt teymi veiti viðskiptavinum einstaka þjónustu og hafi góða þekkingu á vörunum. Æskilegt er að hafa bakgrunn og þekkingu í vinnu með skó.

Umsóknarferlið

Þú þarft að fylla út upplýsingarnar á netinu og láta okkur fá tengiliðaupplýsingar þínar og starfsferil og þú þarft líka að senda okkur ferilskrána þína.

Ef þú verður fyrir valinu verður haft samband við þig til að koma í óformlegt samtal og síðan í viðtal með ráðningarstjóra, ef það gengur vel verður þér boðið í persónulegt viðtal við einn af verslunarstjórum okkar.

Að vinna sem stjórnandi í skódeild

The footwear department in store can take nearly half the stores turnover, so it is a vital part of the Sports Direct Operations. Sem stjórnandi í skódeild berð þú ábyrgð á því viðskiptavinir fái góða þjónustu og góða fræðslu um vörurnar. Það er mikilvægt að í skódeildinni sé öllum ferlum fylgt og tryggja að markmiðum og akastavísum sé náð.

Sæktu um hér Í boði fyrir þig Fjárfesting okkar