Umsjónarmaður á gólfi

Skoða laus störf hjá SportsDirect.com

Starfslýsing

Starf umsjónarmanns á gólfi er leið þín að yfirmannastöðu hjá Sports Direct. Þú berð ábyrgð á að hjálpa verslunar- og aðstoðarverslunarstjórunum við að sjá um deild eða hæð í versluninni, leiða og hvetja söluaðstoðarfólkið til að veita góða þjónustu og skapa velgengni.

Aðstoðarmaður á gólfi hjá Sports Direct má búast við að fá frábæra þjálfun frá fyrsta degi, þú myndir fyrst byrja á tveggja vikna kynningu í versluninni. Fyrir aðstoðarmenn á gólfi sem standa sig sérstaklega erum við með "home Grown" námskeiðið sem getur hjálpað þér að nýta hæfileika þína til fulls og skara framúr í starfinu. Venjuleg framþróun fyrir aðstoðarmann á gólfi er að taka að sér hlutverkið í stærri verslun eða tækifærið á að verða aðstoðarverslunarstjóri eða yfirmaður skódeildar.

Kirsty Winterman - aðstoðarmaður á gólfi

Ég hóf störf hjá fyrirtækinu í júlí 2013 við afgreiðslu í Doncaster Wheatley store, ég vann í fatadeildinni og aðstoðaði við að velja vörur í verslunina. Þegar ég hóf störf í versluninni vildi ég láta taka eftir mér því ég hafði heyrt um öll tækifærin sem biðu og það vakti áhuga minn.

Innan fárra mánuða sá stjórnendateymið eitthvað í mér og vildi ráða mig í fullt starf. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég tækifæri til að sanna mig sem yfirmaður. Þetta var mikil áskorun fyrir mig en hjálpaði mér líka að bæta hæfni mína!

Svæðisstjórinn minn vildi halda áfram að ýta mér upp metorðastigann því hann sá í mér einhver tækifæri. Hann hendi mig í höfuðstöðvarnar þar sem ég tók þátt í heimaræktunarþjálfuninni. Heimaræktunarþjálfunin gaf mér ótrúlega mikla þekkingu á því hvernig reka skal verslun og jók sjálfstraust mitt heilmikið.

Næsta skref fyrir mig er að verða aðstoðarverslunarstjóri í annarri verslun og ég get ekki beðið! Í framtíðinni langar mig að reka eigin verslun og svo jafnvel verða svæðisstjóri og halda áfram!

Um þig

Staða aðstoðarmanns á gólfi hjá Sports Direct gerir kröfu um að taka eftir smáatriðum, skipulagningu og frábæra þjónustu til viðskiptavina. Þú munt geta átt samskipti við fólk á öllum sviðum og myndað sambönd í öllum deildum verslunarinnar og einhver leiðtogareynsla væri nauðsynleg, og góðir hvatningarhæfileikar væru mikilvægir.

Umsóknarferlið

Þú þarft að fylla út upplýsingarnar á netinu og láta okkur fá tengiliðaupplýsingar þínar og starfsferil og þú þarft líka að senda okkur ferilskrána þína.

Ef þú verður fyrir valinu verður haft samband við þig til að koma í óformlegt samtal og síðan í viðtal með ráðningarstjóra, ef það gengur vel verður þér boðið í persónulegt viðtal við einn af verslunarstjórum okkar.

Að vinna sem aðstoðarmaður á gólfi

Sem aðstoðarmaður á gólfi sérð þú um að veita frábæra þjónustu til viðskiptavina og veita þeim ítarlegar upplýsingar um vörurnar. Það er mikilvægt að fylgja öllum verkferlum og að þú vinnir að því að ná öllum markmiðum á öllum sviðum. Lykilatriði er að fá teymið þitt til að standa sig vel, með því að vera góð fyrirmynd.

Sæktu um hér Í boði fyrir þig Fjárfesting okkar