Sölufulltrúi

Skoða laus störf hjá SportsDirect.com

Um starfið

Þetta starf er tilvalið fyrir þá sem leita að sveigjanleika, þú getur unnið með skóla eða öðrum verkefnum; eða fyrir einhvern í leit að fyrsta starfinu sínu. Við erum með yfir 420 verslanir um allt Bretland, þannig að við höfum starf fyrir þig. Þetta er tækifærið þitt til að ná góðum starfsframa hjá Sports Direct.

Margs konar vaktir eru í boði, þar á meðal vaktir snemma morguns, um miðjan dag, kvöld- og helgarvaktir, þannig að það er eitthvað í boði fyrir alla. Í versluninni geturðu unnið mörg mismunandi störf, þar á meðal í skódeild, á kassa og fatadeild, svo ekki sé minnst á afhendingar og lokavaktir sem undirbúa verslunina fyrir næsta dag. Ef þú vilt vita hvernig það er, skaltu fara á 'hvernig það er' síðuna.

Mikil þjálfun fer fram í versluninni, margar e-Learning einingar til að hjálpa þér, einnig eru tækifæri til að fá fullt starf eða jafnvel yfirmannsstöðu.

Jordan Capel - Söluaðstoðarmaður

Ég byrjaði hjá Sports Direct árið 2011 til að fá aukapening á meðan ég var í háskóla.

Nú vinn ég í skódeildinni hjá Sports Direct í Wheatley Hall í Doncaster. Ég get sannarlega sagt að fjöldi tækifæranna sem ég hef fengið og möguleikanna á að vinna mér inn pening hefur verið frábær. Að meðaltali vinn ég mér inn um það bil £3 aukalega til viðbótar við venjulegu launin mín. Á viku get ég unnið mér inn allt frá £140 til £180, sem gefur mér £550 til £650 á mánuði, eins ótrúlegt og það virðist! Þetta er aftur til viðbótar við venjulegu launin mín! Launamöguleikar mínir og annarra í þessu starfi eru endalausir. Þú skapar þér þín eigin laun og það hjálpar mikið þegar maður er háskólanemi!

Hvatning mín er að borga eins mikið af háskólagjöldunum og ég get, og það aftur á móti gerir mér kleift að leggja pening í mun mikilvægari hluti á borð við næturlífið og viðburði!!!

Að öllu gamni slepptu hefur þessi áætlun hjálpað mér fjárhagslega. Ég get notið þess að vinna með aukabónusnum að græða pening bara fyrir að gera vinnuna mína... Flott! Að auki vinn ég í einni af bestu búðunum, andrúmsloftið er frábært, það er stöðug hvatning að græða eins mikið og hægt er, skemmta sér um leið og finnast maður hluti af liðinu.

Um þig

Þú þarft að hafa löngunina til að vilja græða eins mikið og þú getur, og viljann til að bæta söluhæfileika þína. Eldmóðurinn til að gera sitt besta er lykilatriði, en það mikilvægasta er að geta veitt viðskiptavinum frábæra þjónustu í verslunarumhverfi þar sem mikið er um að vera. Þú þarft að sýna sveigjanleika fyrir þarfir verslunarinnar og geta unnið á mismunandi tímum.

Umsóknarferlið

Þú þarft að fylla út nokkra upplýsingareiti á netinu þar á meðal vinnugetu og upplýsingar um hvernig næst í þig. Ef þú ert valin/n er þér boðið í atvinnuviðtal.

Að vinna sem söluaðstoðarmaður

Staða söluaðstoðarmanns er mikilvægt, þú munt hafa samskipti við viðskiptavini okkar allan daginn og veita góðar upplýsingar um vörurnar og fyrsta flokks þjónustu. Þetta er sveigjanlegt starf sem gerir þér kleift að sinna öðrum verkefnum, og það bíður starf eftir þér í einni af verslunum okkar í Bretlandi og Evrópu.

Sæktu um hér Í boði fyrir þig Fjárfesting okkar