Svæðisstjóri

Skoða laus störf hjá SportsDirect.com

Starfslýsing

Sem svæðisstjóri hjá Sports Direct berð þú ábyrgð á verslunum á þínu svæði. Þú sért til þess að staðlar fyrirtækisins séu í hávegum hafðir og að markmiðum sé náð. Þú hvetur líka stjórendateymið og nærð árangri. Engir tveir dagar eru eins þar sem þú ferð á milli verslana og sérð til þess að þær nái markmiðum og veiti þá þjónustu sem viðskiptavinir sækjast eftir.

Sem svæðisstjóri eyðir þú tveimur vikum í höfuðstöðvum okkar í Shirebrook. Þetta er brotið upp í eina viku með þjálfunarteyminu okkar og annarri viku þar sem þú vinnur með yfirmönnum og deildarstjórum í höfuðstöðvunum. Þegar tímanum í höfuðstöðvunum lýkur munt þú eyða nokkrum tíma í aðalversluninni okkar og fylgja eftir öðrum svæðisstjóra.

Í dag erum við með yfir 1000 verslanir innan Sports Direct International hópsins, þar á meðal Sports Direct, Field & Trek, USC, Cruise, Pulp, Van Mildert um allt Bretland og alla Evrópu. Þetta ásamt áframhaldandi stækkunaráætlunum þýðir að brátt verðum við með nýja verslun í þínu nágrenni til að tryggja að Sports Direct eða ein af öðrum verslunum okkar verði áfram í fararbroddi innan smásölunnar.

Paul - Svæðisstjóri

Ég hef verið Svæðisstjóri hjá Sports Direct í rúmt ár og lærdómskúrfan hefur verið brött! Þó ég hafi haft efasemdir í fyrstu um að fara úr matvöruverslun yfir í tísku- og íþróttaheiminn, þá naut ég mjög góðs af frábærri tveggja vikna kynningu á aðalskrifstofunni.

Mikið af hæfileikum mínum úr fyrra starfi nýttust strax, svo sem launastjórnun, hlýðni og gott vinnusiðferði, en þó ég hafi ekki þekkt aðrar hliðar eins vel, þá lærði ég um þær fyrstu mánuðina í starfinu.

Eftir eitt ár í starfinu kann ég nú fullkomlega að meta hversu langt ég hef náð og hversu langt þetta fyrirtæki mun ná í framtíðinni. Það er ótrúlega skemmtilegt að vera hluti af Sports Direct fjölskyldunni, þar sem fyrirtækið stækkar stöðugt og leitar að fleiri áskorunum og ég hlakka til að leggja eins mikið í fyrirtækið og allt það sem ég fæ frá því!

Þrátt fyrir áhyggjur í byrjun, hefur þetta verið besta starfsákvörðun sem ég hef tekið!

Um þig

Sem nýr svæðisstjóri sem er að hefja starf í fyrirtækinu okkar er mikilvægt að þú hafir reynslu af svipuðu starfi. Við erum að leita að svæðisstjóra sem getur sýnt fram á góðan árangur í hröðu umhverfi. Þú þarft að vera mannblendinn og aðgengilegur, en samt ófeiminn að krefjast úrbóta þegar eitthvað er ekki gert rétt. Þú þarft að vilja ná árangri og geta haldið mörgum boltum á lofti í einu til að geta virkað vel í krefjandi umhverfi.

Umsóknarferlið

Þú þarft að fylla út upplýsingarnar á netinu og láta okkur fá tengiliðaupplýsingar þínar og starfsferil og þú þarft líka að senda okkur ferilskrána þína.

Ef þú verður fyrir valinu munum við hafa samband við þig og boða þig í óformlegt viðtal og eftir það boðum við þig í viðtal með mannauðsfultrúa. Ef það gengur vel bjóðum við þér að koma í mat hjá einum af yfirmönnum okkar.

Að vinna sem svæðisstjóri

Sem svæðisstjóri hjá Sports Direct berð þú ábyrgð á því að þínir verslunarstjórar og þeirra teymi reki verslanir sínar samkvæmt ströngustu stöðlum. Verslanirnar verða að hafa réttu vörurnar og vel skipulagðar; og þú gætir þess að öllum reglugerðum, stefnum og ferlum fyrirtækisins sé fylgt.

Sæktu um hér Í boði fyrir þig Fjárfesting okkar