5 STJÖRNU BÓNUSÁÆTLUN

Hjá okkur átt þú möguleika á að vinna þér inn allt að 5% sem einstaklingur í gegnum 5 stjörnu áætlunina, þegar þú vinnur þér inn þessa þöknun verður sama upphæð lögð í pott verslunarinnar þinnar. 'Pottur verslunarinnar' byggist svo upp með tímanum og er svo greiddur út til þeirra einstaklinga sem mest hafa lagt af mörkum í þeirri verslun. Þannig að auk þess að vinna þér inn allt að 5%, munum við jafna þá tölu og leggja hana í pott verslunarinnar.

Sumir framúrskarandi starfsmenn okkar hafa unnið sér inn aukalega £2.00 á klukkustund ofan á launin sín. Það þýðir að sumir okkar bestu starfsmanna hafa unnið sér inn aukalega £5,000 á ári í gegnum sölu með 5 stjörnu þóknun!! Í raun er ekkert þak á mögulegum aukatekjum. Því meira sem þú leggur í 5 stjörnurnar, því meira getur þú unnið þér inn!!!

Auk 5 stjörnu þóknunarinnar geta teymin okkar unnið sér inn viðkurkenningar, verðlaun og annað fyrir þá sem leggja mikið á sig. Við erum með endalaust úrval af miðum á íþróttaviðburði og tónleika og jafnvel forgangsmiða á alþjóðlega fótboltaleiki, ruðning, golf, tennis og hnefaleika svo nokkrir séu nefndir. Þeir sem standa sig einstaklega vel eiga möguleika á því að vinna ferð (og dagpeninga) til Sviss í draumaferð í skíðabrekkurnar sem þú munt aldrei gleyma.

Leita að starfi

Michael Smithyman - starfsmaður í verslun

Mér finnst gaman að selja 5 stjörnu vörurnar og það er krefjandi, sérstaklega þegar maður eru að keppa við samstarfsfólk í versluninni og frá öðrum verslunum. Það er gaman að fá hrós frá stjórnendum og fá aukatekjur um leið.

Ég held að sjálfstraust mitt hafi vaxið og það má að einhverju leyti þakka 5 stjörnu vörunum, sérstaklega Dunlop gelinnleggjunum, það er alltaf betra að nálgast viðskiptavininn þar sem hann er við hillurnar frekar en að biða eftir því að hann komi til þín, sérstaklega þegar varan sjálf er 5 stjörnu eins og vörurnar frá Karrimor og Dunlop o.fl.

Ég, maki minn og 2 börn vorum í Butlins Skegness fyrir nokkrum vikum og þóknunin sem ég fékk undanfarna 6 - 8 mánuði greiddi fyrir fríið að mestu. Það eykur sjálfstraust mitt að geta séð fyrir fjölskyldunni og gert hana hamingjusama um leið og það eykur aftur sjálfstraustið á gólfi verslunarinnar. Ég og maki minn ætlum að ganga í hjónaband í júní svo ég hef aftur stórt markmið að miða að og safna peningum til að greiða niður brúðkaupið.

Nú þegar allar 5 stjörnu vörurnar eru fáanelgar í verslunum líður mér eins og ég hafi um of margt að velja, hverju ég á að bæta við hvað til að fá 5% af þeirri vöru og með öllum viðbótunum er eins og augu mín lýsi í hvert sinn sem ég sé mögulega sölu, því ég veit að ég mun halda áfram að selja, selja, selja.

Eric Hiron - starfsmaður í verslun

Ég hef starfað hjá fyrirtækinu í nokkur ár núna og hugmyndin að balki fimm stjörnu kerfinu hljómaði eins og þægileg leið til að eignast peninga því ég þarf bara að selja viðskiptavininum það sem hann þarf, en með hvata til að hámarka söluna.

Það voru ákveðin vandkvæði þegar áætluninni var hleypt af stað því það fylgja henni ýmsar viðbætur, en nú eru möguleikarnir endalausir og ekkert þak er á þeirri upphæð sem þú getur unnið þér inn. Áætlunin gerir starfið svo gefandi og það er gaman að sjá viðskiptavininn ánægðan með sín kaup og það er það sem er svo skemmtilegt. Nýja áætluninhvetur þig til að bæta öll svið sölunnar og þjónustuna við viðskiptavinina til að hámarka fimm stjörnu söluna og ég hef nú þegar keypt apple úr með því sem ég hef unnið mér inn og hef næstum greitt upp 10 daga ferðalag til New York.

Jordan Capel - starfsmaður í verslun

Ég byrjaði hjá Sports Direct árið 2011 til að vinna mér inn aukatekjur á meðan ég var í háskólanum.

Nú vinn ég í skódeildinni hjá Sports Direct í Wheatley Hall í Doncaster. Ég get sannarlega sagt að fjöldi tækifæranna sem ég hef fengið og möguleikanna á að vinna mér inn pening hefur verið frábær. Að meðaltali vinn ég mér inn um það bil £3 aukalega til viðbótar við venjulegu launin mín. Á hverri viku get ég unnið mér inn einversstaðar á milli £140 og £180, sem getur orðið £550 til £650 á mánuði!! Þetta legst ofan á grunnlaunin mín!! Þannig að tekjumöguleikarnir fyrir mig og alla aðra í þessu starfi eru endalausir. Þú skapar þér þín eigin laun og það hjálpar mikið þegar maður er háskólanemi!

Hvatning mín er að borga eins mikið af háskólagjöldunum og ég get, og það aftur á móti gerir mér kleift að leggja pening í mun mikilvægari hluti á borð við næturlífið og viðburði!!!

Að öllu gamni slepptu hefur þessi áætlun hjálpað mér fjárhagslega. Ég get notið þess að vinna með aukabónusnum að græða pening bara fyrir að gera vinnuna mína... Flott! Að auki vinn ég í einni af bestu búðunum, andrúmsloftið er frábært, það er stöðug hvatning að græða eins mikið og hægt er, skemmta sér um leið og finnast maður hluti af liðinu.

Verðlaunin okkar

Miðar

Á mismunandi viðburði

Árleg ráðstefna

Á Sports Direct leikvanginum

Afslættir

Úr verslunum okkar

Ferðir

Á einstaka áfangastaði

Verðlaun

Fyrir starfsfólk

VERTU HLUTI AF EINHVERJU FRÁBÆRU