Mitchell Coyston - Yfirmaður skódeildar
Ég hóf störf hjá fyrirtækinu í júní 2011 við afgreiðslu í Leicester Town Centre versluninni þar sem ég komst á bragðið í smásölugeiranum. Ég hafði strax gaman af starfinu og fylltist þörf til að vera bestur og vinna eins margar stundir og mögulegt var. Í febrúar árið 2012 fékk ég fulla stöðu og það jók bara á löngun mína ti að ná lengra innan fyrirtækisins og smásölugeirans. Verslunarstjórinn og aðrir stjórnendur unnu mikið með mér til að hjálpa mér að bæta mig og verða betri og betri starfsmaður og í júní það ár fékk ég aðra stöðuhækkun og var settur yfir skódeildinni.
Ég fékk mikla handleiðslu frá svæðisstjóranum, verslunarstjóranum og heimaræktarþjálfuninni svo ég var að lokum hækkaður í tign í þá stöðu sem ég sinni núna sem deildarstjóri skódeildar í júní 2014, en skyldur mínar eru meðal annars þær að ég rek mína eigin deild og hóp 30+ starfsmanna hennar. Ég fylgi leiðbeiningum fyrirtækisins, næ sölumarkmiðum og stefni að sjálfsögðu að því að reka bestu skódeildina í bransanum.
Fyrirtækið hefur líka gefið mér ótrúleg tækifæri á borð við það að ég aðstoðaði við að koma á fót verslunum í Ungverjalandi og Austurríki þar sem ég þjálfaði starfsfólk og kenndi því að skilja fyrirtækið betur. Ein af þessum verslunum er Búdapest Arena verslunin sem er ein stærsta verslunin í Evrópu, en það hjálpaði ég starfsfólkinu í skódeildinni í 2 vikur að koma deildinni af stað.
Fyrirtækið býður starfsfólki upp á mikla þjálfun og handleiðslu í átt að starfsþróun og þessu komst ég að sjálfur þegar ég fékk að sækja námskeið í höfuðstöðvunum í Shirebrook. Þjálfunin þar gerði mig að betri stjórnanda og sjálfsöruggari manneskju og ég reyni að nýta þá handleiðslu sem ég hef fengið til að ná fram því besta í mínu teymi.
Fyrirtækið hefur breyst mikið frá því ég byrjaði að vinna þar og það er orðið mjög þjónustudrifið og miðar að því að verðlauna starfsfólk sitt sem best og um leið horfa ávalt fram á veginn og reyna að verða sífellt betri.
Það eru mörg verðlaunakerfi í gangi í fyrirtækinu og fyrir alla starfsmenn, fyrirtækið gefur starfsfólki mikið tilbaka í gegnum þóknanir og bónusa. Ég hef sjálfur náð að kaupa mér bíl í gegnum bónusa sem ég hef fengið og starfsfólk mitt nýtur góðs af þessu líka og má nefna að einn starfsmaður hefur náð að fara í þrjú frí til Egyptalands og Dubai sem hafa að öllu leyti verið reidd með þóknun sem hann hefur fengið á síðasta ári.
Ég myndi hvetja alla sem hafa metnað til þess að prófa að vinna fyrir fyrirtækið því verðlaunin og andrúmsloftið eru klárlega þau bestu í bransanum.
Lesa meira